Slæm mannleg mistök verða til þess að tveir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins sem mætir Austurríki eftir nokkrar mínútur í undankeppni EM verða ekki með.
„Vegna tæknilegra örðugleika við skráningu í mótakerfi UEFA og afleiddra mannlegra mistaka verða þær Kristín Dís Árnadóttir og Selma Sól Magnúsdóttir ekki í leikmannahópi A kvenna gegn Austurríki í dag. Fulltrúar KSÍ hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið með fulltrúum UEFA, en án árangurs.“
Bæði lið eru með 3 stig í riðlinum í öðru og þriðja sæti. Leikur dagsins er því afar mikilvægur. Hann hefst nú klukkan 16:00.
#fimmíröð #dottir pic.twitter.com/1tVVVKB8Ck
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 31, 2024