fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Kjaftasögur um mögulegt gjaldþrot í Grafarvogi – „Það eru alvarleg peningavandræði“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 31. maí 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru alvarleg peningavandræði á Fjölni,“ segir Hjövar Hafliðason stjórnandi Dr. Football en þær sögusagnir hafa verið á kreiki að félagið sé á barmi gjaldþrots.

Reksturinn í Grafarvogi hefur verið gríðarlega erfiður þvert á deildir. Sem dæmi var 45 milljóna króna tap á knattspyrnudeild félagsins í fyrra.

Þá hefur félagið ákveðið að senda ekki lið til leiks í efstu deild kvenna í körfubolta á næsta ári, sögur eru á kreiki að karlalið félagsins í handbolta muni afþakka sæti í efstu deild.

„Af því að það eru nýjar fréttir þegar við erum að taka upp, að það var ákveðið að draga kvennaliðið úr Subway deildinin í körfunni. Þetta eru gríðarlega leiðinleg tíðindi,“ sagði Gunnar Birgisson, fyrrum starfsmaður Landans á RÚV.

„Það er augljóst að það sé eitthvað að, þetta virðist ná yfir allar deildir. Það er verið tala um gjaldþrot, þetta er lýðheilsumál,“ sagði Gunnar um þær kjaftasögur að félagið gæti hreinlega orðið gjaldþrota.

Hjörvar Hafliðason ólst upp hjá ÍK í Kópavogi en félagið varð gjaldþrota.  „Björninn, er það ekki íshokkílið. Núna er bara knattspyrnudeild Bjarnarsins ef Fjölnir fer á hausinn.,“ sagði Hjörvar en vonar að félagið bjargi sér.

„Vonandi fer þetta á farsælan hátt, maður kynntist þessu sem ÍK-ingur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar