fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Svona hafa tíu síðustu leikir Breiðabliks og Víkings farið – Farið fram á þremur árum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. maí 2024 12:00

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik og Víkingur hafa skarað fram úr í íslenskum fótbolta síðustu ár en Víkingur hefur séð um að safna titlunum en Breiðablik hefur náð í einn Íslandsmeistaratitil.

Á sama tíma hefur Víkingur í tvígang orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum orðið bikarmeistari í röð.

Liðin hafa á síðustu þremur tímabilum mæst tíu sinnum en ellefta viðureign liðanna fer fram í Kópavogi í kvöld klukkan 20:15.

Víkingur vann fyrsta leik liðanna á þessu ári en liðin hafa bæði unnið fjóra leiki af síðustu tíu og tveir hafa endað með jafntefli.

Víkingur er á toppi Bestu deildarinnar fyrir leikinn í kvöld en Blikar eru þremur stigum á eftir og taka toppsætið á markatölu með sigri.

2024:
Víkingur 4 – 1 Breiðablik

2023:
Breiðablik 3 – 1 Víkingur
Víkingur 5 – 3 Breiðablik
Breiðablik 2 – 2 Víkingur
Breiðablik 3 – 2 Víkingur (Meistarar meistaranna)

2022
Breiðablik 1 – 0 Víkingur
Breiðablik 0 – 3 Víkingur (Bikarinn)
Breiðablik 1 – 1 Víkingur
Víkingur 0 – 3 Breiðablik
Víkingur 1 – 0 Breiðablik (Meistarar meistaranna)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með