fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Ákæran á Albert hefur líklega áhrif á möguleg félagaskipti í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. maí 2024 09:33

Albert Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því fyrir helgi að Albert Guðmundsson sóknarmaður Genoa yrði ákærður fyrir kynferðisbrot.

Mál Alberts kom upp síðasta haust en var fellt niður. Þeirri ákvörðun var áfrýjað til ríkissaksóknara sem hefur nú fellt ákvörðun héraðssaksóknara úr gildi og lagt fyrir hann að gefa út ákæru.

Albert var að klára sitt besta tímabil sem knattspyrnumaður en fjöldi stórliða í Evrópu hefur haft áhuga á að kaupa hann í sumar. Ákæran gæti komið í veg fyrir það að mati lögfræðings sem 433.is talaði við sem telur að félög séu ekki líkleg til að greiða rúma 4 milljarða sem hefur verið verðmiðinn á Alberti á meðan svona mál er í gangi.

„Það er nánast útilokað að eitthvað gerist í málinu í sumar. Í tilviki Alberts er ekki enn búið að gefa út ákæruna en reikna má með henni á næstu tveimur vikum,“ segir lögfræðingurinn í samtali við 433.is sem telur ólíklegt að félag kaupi leikmann sem er ákærður.

Hann segir líklegast að mál Alberts komi fyrir héraðsdóm í haust þegar búið verður að loka félagaskiptaglugganum. „Það er réttarhlé í júlí og fram í ágúst þar sem nánast eingöngu gæsluvarðarhaldsmál koma fyrir dóm. Líklegur tími fyrir flutning er þá í september. Þá eru fjórar vikur í dóm og fjórar vikur í áfrýjunarfrest.“

Verði Albert sýknaður eða dæmdur sekur í héraði telur þessi reyndi lögfræðingur að málið klárist ekki þar. „Ef Albert yrði sýknaður í héraði þá er það sama embætti og tók ákvörðunina um að ákæra í málinu og líkur á áfrýjun frá þeim eru því miklar.“

„Ef það er áfrýjað í héraði þá er það yfirleitt að taka 12-14 mánuði til viðbótar. Heildartími málsins gæti því orðið 18-20 mánuður áður en endanleg niðurstaða fæst.“

Lögfræðingurinn telur að málið gæti þó fengið einhverja flýtimeðferð sökum þess að Albert býr erlendis. „Þá yrði reynt að koma þessu fyrir í byrjun ágúst en þá er eftir tíminn til að semja dóminn og áfrýjunarfrestur. Ég held að félagaskipti í sumar séu mjög ólíkleg.“

Á meðan málið er á þessu stigi má Albert ekki spila með íslenska landsliðinu en KSÍ hefur sett sér reglur sem banna það að leikmaður sé valinn sem er með mál í kerfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu

Staðfesta andlát 59 ára gamals manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar

Svarar fyrir mjög djarfan klæðaburð í 2 ára afmæli dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Í gær

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Í gær

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands