fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

Tilfinningaþrungið lag Taylor Swift hljómar yfir sögu Lily – Sjáðu stikluna úr It Ends with Us

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. maí 2024 19:30

Baldoni og Lively í hlutverkum sínum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Metsölubók Colleen Hoover, It Ends with Us, kemur á hvíta tjaldið í byrjun ágúst. Justin Baldoni leikstýrir og fer með eitt af aðalhlutverkunum.

Lively leikur Lily Bloom, konu sem opnar eigið fyrirtæki í Boston. Justin Baldoni leikur Ryle Kincaid, heillandi taugaskurðlækni.  Eftir tilviljunarkenndan fund þeirra byrja þau eldheitt ástarsamband, en fljótlega sér Lily hliðar á Ryle sem minna hana á samband foreldra hennar og áfallaæsku hennar.

Fyrsta ást Lily, Atlas Corrigan leikinn af Brandon Sklenar snýr skyndilega aftur inn í líf hennar og fljótlega, áttar Lily sig á að hún verður að læra að treysta á eigin styrk fyrir framtíð sína.

Lively, sem er 36 ára, sagði í viðtali við PEOPLE að hún vonaði að ást hennar á persónunni og sögunni skíni í gegn.

„Lily sló í gegn hjá fjölmörgum einstaklingum eins og árangur bókarinnar sýnir,“ sagði hún. „Að stíga inn í persónu sem hefur haft svo þýðingarmikil áhrif hjá fólki er heiður að takast á við. Ég elskaði Lily og ég vona að sú ást skili sér til þeirra sem þykir vænt um hana eins og ég, og líka þeirra sem eru að kynnast henni í fyrsta sinn í þessari mynd.“

Leikstjórinn og leikarinn Baldoni er fertugur og hefur hann unnið að verkefninu í næstum fimm ár. Hann segir við PEOPLE að myndin „komi í raun frá hjartanu og frá dýpt sálar minnar.“

Lively og Sklenar í hlutverkum sínum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Travis Barker hafður að háði og spotti fyrir „krípí“ hegðun gagnvart tengdadótturinni

Travis Barker hafður að háði og spotti fyrir „krípí“ hegðun gagnvart tengdadótturinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dánarorsök Ozzy Osbourne kunngerð

Dánarorsök Ozzy Osbourne kunngerð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“

Dularfulli rithöfundurinn Akörn lætur aftur á sér kræla – „Það eru margir sem þykjast vita hver þetta er“