fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Draumur breyttist snögglega í martröð hjá Audda og vinum hans – „Þetta var með verri dögum sem ég hef átt, 100 prósent“

433
Laugardaginn 18. maí 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþátturinn Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum en gestur þeirra að þessu sinni var enginn annar en Auðunn Blöndal.

video
play-sharp-fill

Lokaumferð ensku úrvaldseildarinnar er framundan þar sem enn er spenna milli Manchester City og Arsenal um Englandsmeistaratitilinn. Auddi á slæma minningu frá baráttu við City í lokaumferðinni en hans menn í Manchester United misstu af titlinum 2012 á lokaandartökunum þegar City sneri leik sínum við QPR í sigur.

„Þegar Aguero skorar fyrir City, það er með verri dögum á ævi minni. Þetta var þannig að það var eitthvað afmæli kvöldið áður. Við vorum að horfa á þetta á Úrillu Górillunni og þetta var eitthvað svo vonlaust því þetta var QPR og City á heimavelli,“ sagði Auddi.

Svo lenti City undir og United kláraði sitt gegn Sunderland. Vonin var heldur betur til staðar.

„Svo fær maður sér afréttara, er kominn í tvo og svo þegar þetta er orðinn séns fer bjórinn svo hratt niður hjá mér að það er eins og ég sé að drekka vatn eftir maraþon. Mig minnir að við höfum jinxað þessu þannig að það hafi verið búið að panta út að borða og eitthvað kjaftæði.“

Draumurinn varð hins vegar að martröð.

„Svo þegar þeir skora þessi tvö mörk og snúa þessu við labba ég út, ég bjó einn og fór heim til mín. Ég nennti ekki að horfa á sjónvarpið, nennti ekki að fara á netið. Ég nennti ekki að gera neitt og það var farið að renna af mér. Þetta var viðbjóðslegur dagur. Þetta var með verri dögum sem ég hef átt, 100 prósent,“ sagði Auddi að endingu um málið.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
Hide picture