fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Vörnin hjá KR míglekur og Ryder þarf að finna lausn í hvelli

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. maí 2024 09:15

Mynd: KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gregg Ryder fór af stað með látum í starfi hjá KR, hann vann tvo fyrstu leikinna í Bestu deildinni og vann sannfærandi sigur á neðrideildarliði KÁ í 32 liða úrslitum bikarsins.

Síðan þá hefur hallað hratt undan fæti, liðið hefur náð í eitt stig í fjórum deildarleikjum í röð. Liðið hefur tapað þremur af þeim og öll töpin hafa komið á heimavelli gegn Fram, Breiðablik og HK.

Rauði þráðurinn í vandamáli KR virðist vera varnarleikurinn en liðið hefur fengið á sig 18 mörk í átta keppnisleikjum í sumar. KÁ sem leikur í fimmtu neðstu deild skoraði tvö á KR liðið.

KR hefur fengið á sig ellefu mörk í sex deildarleikjum og sjö mörk á sig í tveimur bikarleikjum. Liðið tapaði gegn Stjörnunni í bikarnum í gær þar sem liðið fékk á sig fimm mörk.

KR hefur í sumar fengið á sig 2,37 mörk að meðaltali í leik.

Guy Smit hefur átt í vandræðum í marki liðsins og þá hafa varnarmenn liðsins setið undir gagnrýni. Ljóst er að Ryder þarf að leysa þessi vandamál sem fyrst fyrir KR-inga en eftir jákvæða umræða í kringum hann og liðið í upphafi móts er farið að bera á neikvæðni úr hópi KR-inga.

Mörk á sig:
Í deild – 11
Í bikar – 7

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“