fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Ætlar KSÍ að halda í hefðina? – Þetta eru pabbar landsliðsmanna sem gætu komið inn hjá landsliðinu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. maí 2024 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í gær að Jóhannes Karl Guðjónsson hefði sagt upp störfum sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann tekur við AB í Danmörku.

Jóhannes Karl var annar aðstoðarþjálfarinn í röð hjá landsliðinu sem á son í landsliðinu, Ísak Bergmann Jóhannesson hefur átt fast sæti í hópnum undanfarin ár.

Forvera Jóa var sjálfur Eiður Smári Guðjohnsen en Andri Lucas og Sveinn Guðjohnsen voru báðir leikmenn í landsliðinu þegar hann var þjálfari.

Komið hefur fram að Age Hareide vill fá íslenskan aðstoðarmann og ef KSÍ vill halda í hefðina eru margir feður leikmanna með reynslu úr þjálfun.

Hér eru kostirnir ef KSÍ vill halda í hefðina miðað við síðasta landsliðshóp.

Guðmundur Benediktsson
Hefur reynslu sem þjálfari og aðstoðarþjálfari, faðir Alberts Guðmundssonar gæti verið kostur sem KSÍ gæti skoðað.

Mynd/Hringbraut
Gummi Ben

Óskar Hrafn Þorvaldsson
Ekk beint týpan í aðstoðarþjálfara en ef KSÍ vill halda í hefðina gæti hann verið kostur, Óskar er faðir Orra Steins Óskarssonar.

Willum Þór Willumsson
Heilbrigðisráðherra hefur gríðarlega reynslu úr þjálfun, alnafni sonar síns sem er lykilmaður í landsliðinu.

Gunnar Sigurðsson
Fyrrum markvörður ÍBV, FH og fleiri liða er markmannsþjálfari Fjölnis í dag og hefur verið í mörg ár. Gæti verið kostur en Patrik Sigurður Gunnarsson er sonur hans.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd – Sigtryggur Ari

Þorsteinn Halldórsson
Kvennalandsliðið og karlalandsliðið spila ekki á sama tíma, gæti KSÍ slegið tvær flugur í einu höggi og fengið Steina inn? Jón Dagur Þorsteinsson er sonur hans.

Hlynur Svan Eiríksson
Hlynur hefur mikla reynslu úr yngri flokkum en hefur einnig starfað í meistaraflokkum hér á landi, Kristian Nökkvi Hlynsson er sonur hans.

Eiður Smári Guðjohnsen
Er endurkoma í kortunum? Eiður var aðstoðarþjálfari landsliðsins áður en Jói Kalli tók við en synir hans hafa verið í landsliðinu undanfarin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Amorim ætlaði að gefast upp eftir nokkrar vikur með United – Segja frá því hvað gekk á

Amorim ætlaði að gefast upp eftir nokkrar vikur með United – Segja frá því hvað gekk á
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir frægir menn gómaðir ölvaðir og örvaðir að spjalla við fyrirsætu – Öllu var lekið út

Tveir frægir menn gómaðir ölvaðir og örvaðir að spjalla við fyrirsætu – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rosalegur reikningur af strippklúbb lekur út – Hentu frægum vini sínum undir rútuna

Rosalegur reikningur af strippklúbb lekur út – Hentu frægum vini sínum undir rútuna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Blikar einir á toppnum eftir sigur á Val – FH kom sér úr botnsætinu og jafnt í Garðabæ

Besta deildin: Blikar einir á toppnum eftir sigur á Val – FH kom sér úr botnsætinu og jafnt í Garðabæ
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eitt fallegasta aukaspyrnumark seinni ára hjá Alvarez á Spáni um helgina

Eitt fallegasta aukaspyrnumark seinni ára hjá Alvarez á Spáni um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist