fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Íslenska lögreglan í annarri umsvifamikilli aðgerð – Risastór hakkarahringur tekinn niður

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 15. maí 2024 22:30

Skiltið sem var sett upp í dag í staðinn fyrir heimasíðu BreachForums.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska lögreglan tók þátt í að taka niður BreachForums, risastóran markað fyrir netglæpamenn í dag. Vefsíðan var haldlögð sem og Telegram síða hópsins sem telur meira en 300 þúsund meðlimi.

Aðgerðin var unnin í samstarfi við bandarísku alríkislögregluna FBI og lögregluyfirvöld í Ástralíu, Nýja Sjálandi, Sviss, Bretlandi og Úkraínu. Voru síðurnar teknar niður snemma í dag og í staðinn sett upp skilti þar sem niðurtakan var tilkynnt.

Markaður með ólöglegan netvarning

BreachForums, sem tók við af RaidForums, var markaður þar sem netglæpamenn gátu keypt og selt ýmsan ólöglegan netvarning. Svo sem stolna upplýsingabanka, auðkenni fólks, þjónustu hakkara og ýmis forrit til þess að hakka með. Meðlimir voru í kringum 340 þúsund.

Bandaríska alríkislögreglan hefur haft hópinn til rannsóknar um nokkurt skeið. Fyrst var RaidForums síðan tekin niður og nú BreachForums. Í mars á síðasta ári var stofnandinn Conor Brian Fitzpatrick handtekinn í New York borg.

Hugsanlega tveir í varðhaldi

Í auglýsingu lögreglunnar má sjá að mynd af fangelsisrimlum yfir tveimur notendamyndum (avatars), það er myndir notendanna Baphomet og ShinyHunters. Gefur það hugsanlega til kynna að þessir tveir meðlimir séu í haldi lögreglu.

Sjá einnig:

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Ekki kemur fram hver aðkoma hvers lögregluembættis sé í aðgerðinni, en ljóst er að hún er leidd af hinum bandarísku.

Stutt er síðan íslenska lögreglan tók þátt í svipaðri aðgerð, með FBI, Europol og lögreglunni í Portúgal. Það er í lok apríl þegar umsvifamikil svikastarfsemi með rafmyntir var stöðvuð hjá fyrirtækinu Samourai og tveir einstaklingar handteknir beggja vegna Atlantsála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun
Fréttir
Í gær

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára