fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Sjáðu dauðafærið sem Son fékk undir lok leiks – Hefði komið Arsenal í bílstjórasætið

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. maí 2024 20:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Son Heung-Min sóknarmarður Tottenham fékk eitt allra mesta dauðafæri tímabilsins undir lok leiksins gegn Manchester City í kvöld. Staðan var þá 0-1 fyrir City

City er komið með tveggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir afar mikilvægan sigur á Tottenham í Lundúnum í kvöld.

Allir sem tengjast Arsenal horfðu spenntir á leikinn og vonuðust eftir greiða frá erkifjendum sínum, fjöldi stuðningsmanna Tottenham vildi sjá lið sitt tapa leiknum.

Leikurinn var jafn og spennandi en það var hinn norski Erling Haaland sem skoraði bæði mörk leiksins í síðari hálfleik.

Það fyrra kom eftir frábæra sendingu Kevin De Bruyne en það seinna úr vítaspyrnu. 0-2 sigur staðreynd.

Son fékk færið undir lok leiksins þegar hann slapp einn í gegn en Steffan Ortega varði meistaralega. Skömmu síðar skoraði Haaland og kom City í 0-2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur