fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Starf Gregg í Vesturbænum ekki í hættu og tíðindin af Óskari hafa engin áhrif

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. maí 2024 10:03

Mynd: KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starf Gregg Ryder sem þjálfari karlaliðs KR er ekki í hættu þrátt fyrir slakt gengi í undanförnum leikjum. Fréttir um brottför Óskars Hrafns Þorvaldssonar frá Haugesund í Noregi hafa engin áhrif á hans stöðu.

Þetta segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í stuttu spjalli við 433.is nú í morgunsárið.

„Það er ekkert að gerast hjá okkur. Það er bara áfram gakk. Við erum bara að halda okkar striki,“ segir Páll, spurður út í stöðu Gregg í ljósi gengisins undanfarið.

Meira
Óskar Hrafn óvænt hættur með Haugesund – „Þetta er mikið sjokk“

Óskar Hrafn hætti með Haugesund fyrir helgi og í kjölfarið fóru af stað orðrómar um að hann gæti tekið við KR-ingum.

Það sem ýtir undir þessa orðróma er svo að KR hefur aðeins fengið 1 stig í síðustu fjórum leikjum í Bestu deildinni en Páll segir ekkert í gangi á bak við tjöldin í Vesturbænum.

„Þetta er nýbyrjað svo við erum ekkert að stressa okkur.“

KR er með 7 stig í áttunda sæti Bestu deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn FH í Kaplakrika eftir viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslenska liðið fagnaði óveðri sem skyndilega skall á í gær

Íslenska liðið fagnaði óveðri sem skyndilega skall á í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Frá Roma til Besiktas
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana