fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Hataði goðsögnina og framdi skemmdarverk þónokkrum sinnum – ,,Glæpsamleg framkoma af minni hálfu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. maí 2024 18:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem kannast við nafnið Alan Brazil en hann hefur lengi verið einn þekktasti útvarpsmaður Englands þegar kemur að fótbolta.

Brazil starfar fyrir TalkSport en hann þekkir vel til Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóra Manchester United, sem er vinsæll um allan heim.

Ferguson hætti þjálfun fyrir um 11 árum síðan en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United þar sem hann vann ófáa titla.

Sem leikmaður þá lék Ferguson með skoska liðinu Rangers sem eru erkifjendur Celtic sem er það lið sem Brazil hélt uppá sem krakki.

Brazil viðurkennir að hann hafi hatað Ferguson á sínum yngri árum og nýtti hvert tækifæri til að fremja skemmdarverk í garði goðsagnarinnar.

,,Ég er með smá sögu af Fergie. Ég fæddist á sama stað og hann, það sem við köllum Castle Greyskulls,“ sagði Brazil.

,,Seinna flutti fjölskyldan á stað sem heitir Simshill og Fergie var ennþá nálægt mér. Þegar við keyrðum heim þá keyrðum við alltaf framhjá húsinu hans, ég eyðilagði garðinn hans því hann var nían í Rangers.“

,,Það er í raun glæpsamleg framkoma af minni hálfu en þetta voru erfiðir tímar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Formlegt samtal milli Chelsea og Arsenal farið af stað

Formlegt samtal milli Chelsea og Arsenal farið af stað
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“
433Sport
Í gær

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Í gær

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Í gær

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Í gær

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“