fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Pressan
Laugardaginn 11. maí 2024 18:30

Daniel Lingham

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 71 árs gamli Daniel Lingham var á dögunum dæmdur í skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann var skikkaður til að dveljast í 12 mánuði í úrræði fyrir fólk með geðræn vandamál. Þetta er í þriðja sinn sem Lingham er dæmdur fyrir glæpi sína en þeir eru að óvenjulegra taginu.

Lingham getur nefnilega ekki hætt að stela eggjum úr hreiðrum villtra fugla á Bretlandseyjum. Margir af þeim eru friðaðir og í sumum tilvikum afar sjaldgæfir og er Lingham því að brjóta lög með því að stela þeim og koma eggjunum fyrir í safni sínu.

Síðasta sumar náðist athæfi Lingham á öryggismyndavél en þar laumaðist hann til þess að stela eggjum fugls af tegundinni náttfari (e. nightjar) úr þjóðgarði. Þegar lögregla heimsótti Lingham fundust um 3 þúsund egg á heimili hans og þar af tvö náttfaraegg sem voru kyrfilega merkt þeim stað þar sem þeim var stolið.

Þar af voru um 550 egg fugla sem voru friðaðir eða staða þeirra jafnvel metin alvarleg af breskum náttúrusamtökum.

Eins og áður segir er þetta í þriðja sinn sem Lingham er dæmdur fyrir að stela eggjum villtra fugla. Árið 2005 hlaut hann tíu vikna fangelsisdóm þegar 4 þúsund egg villtra fugla fundust á heimili hans og þrettán árum síðar, árið 2018, fundust önnur fimm þúsund egg á heimili hans. Hlaut hann þá 18 vikna dóm sem og tíu ára skilorðsbundindóm.

Fyrir dómi nú sagði lögfræðingur hans að Lingham væri nú að leita sér aðstoðar en að hann væri nánast fíkill í að safna eggjum. Það væri enginn ávinningur fyrir Lingham af eggjasöfnunninni, aðeins þráhyggjukenn fíkn. Tók dómari undir það og sagði hegðun Lingham bera öll einkenni fíknar. Þess vegna var úrskurðurinn sá að Lingham myndi leita sér meðferðar við geðrænum kvillum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér