fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Gætu misst trú og þolinmæði á Hollendingnum á Anfield – ,,Menn verða pirraðir mjög fljótlega“

Victor Pálsson
Laugardaginn 4. maí 2024 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Liverpool gætu fljótt orðið þreyttir á Hollendingnum Arne Slot sem mun taka við liðinu í sumar.

Þetta segir Ryan Babel, fyrrum leikmaður liðsins, en hann er hollenskur og þekkir vel til Slot sem er í dag stjóri Feyenoord.

Það er mikil pressa á Slot sem tekur við af Jurgen Klopp sem hefur undanfarin níu ár gert flotta hluti á Anfield.

Babel telur að pressan verði mikil á Slot til að byrja með og ef gengið er ekki ásættanlegt í byrjun gæti fólk misst þolinmæðina snögglega.

,,Erik ten Hag gerði mjög vel hjá Ajax, hann var með leikmenn sem gátu spilað eftir hans hugmyndafræði og það lét hann líta vel út sem þjálfara,“ sagði Babel.

,,Nú er hann hjá Manchester United sem er einnig stórt félag en af einhverjum ástæðum hefur það verkefni ekki gengið upp og fólk efast um hvort hann sé góður stjóri eða ekki.“

,,Nýir þjálfarar þurfa alltaf tíma en spurningin er hversu mikinn tíma fær Slot? Liverpool hefur alltaf verið heppið að vera með Klopp við stjórnvölin og hans hugmyndafræði.“

,,Ég er nokkuð viss um að ef gengið verður ekki eins þá verða menn pirraðir mjög, mjög fljótlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn eitt höggið fyrir Tottenham

Enn eitt höggið fyrir Tottenham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skiptin urðu að engu í gær

Skiptin urðu að engu í gær