fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
433Sport

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. maí 2024 08:20

Jón Rúnar Halldórsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Rúnar Halldórsson, áhrifamaður í íslenskum fótbolta og öflugur viðskiptamaður segir erlenda aðila ekki skilja upp né niður í því að hér á landi séu byggðar knattspyrnuhallir fyrir fleiri milljarða.

Jón Rúnar segir að aðilar sem tengjast ECA, sem eru samtök knattspyrnufélaga í Evrópu ekki botna neitt í þessu.

Jón sem var lengi vel formaður FH hefur komið að því að byggja knatthallir FH-ingar sem ekki eru upphitaðar. Köld hús sem koma í veg fyrir veður og vind, eitthvað sem Jón segir að tíðkist í Evrópu.

„Þetta er svo mikið rugl, fábjánagangur. Þetta er bling-gangur eins og krakkarnir sögðu,“ sagði Jón Rúnar í Chess after dark hlaðvarpinu.

Hann segir að það sé verra fyrir knattspyrnumenn að æfa í upphituðum höllum eins og eru í Garðabæ, Kópavogi, Reykjavík og víðar.

„Ég bendi á Erling Haaland, ólst upp í Noregi og ólst upp í svona höllum. Í upphitaðri höll eru loftskipti hægari, súrefnisupptaka er minni, leikurinn er hægari. Svo segja menn að það sé svo óþægilegt að vera í kuldanum, þú þarft að hreyfa þig. Við erum að sækja skjól fyrir snjó, rigningu og vindi.“

Hallir sem eru upphitaðar kosta miklu meira en höll eins og FH hefur byggt, líklega fimm eða sex sinnum meira.

„Það að vera að byggja hallir 5 og 6 milljarða, svo hafa klúbbarnir ekki efni á því að kaupa sér samloku á ferðalagi. Þetta er galið.“

„Það skilur þetta enginn í útlöndum, ekki nokkur maður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“
433Sport
Í gær

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United
433Sport
Í gær

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt
433Sport
Í gær

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum

Arteta útilokar ekki að lið fari að draga sig út úr keppnum – Palace á að spila þrjá leiki á fimm dögum
433Sport
Í gær

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Í gær

Gísli Eyjólfsson verður leikmaður ÍA í dag

Gísli Eyjólfsson verður leikmaður ÍA í dag
433Sport
Í gær

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“