fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Pressan

Tengsl á milli D-vítamínmagns og krabbameins

Pressan
Laugardaginn 4. maí 2024 07:30

Sólin okkar er okkur mjög mikilvæg. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru tengsl á milli lítils magns D-vítamíns í blóðinu og hættunnar á að fá krabbamein. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar.

TV2 segir að vísindamenn við Álaborgarháskóla hafi gert rannsóknina í samvinnu við erlenda starfsbræður sína.

Tine Jess, sem vann að rannsókninni, sagði í samtali við TV2 að hugmyndir hafi lengi verið á lofti um að D-vítamín dragi úr líkunum á að fá krabbamein.

„Það byltingarkennda í þessu er að áhrifin fara í gegnum örveruflóru þarmanna og því næst í gegnum ónæmiskerfið og hafa áhrif á líkurnar á að fá krabbamein. Við þekktum áður til áhrifa ónæmiskerfisins en það að þetta fari í gegnum örveruflóru þarmanna er ný vitneskja,“ sagði hún.

Rannsóknin samanstendur af tilraunum á músum og greiningu á gögnum úr danska heilbrigðiskerfinu.

Rannsóknin leiddi í ljós að mýs, sem fengu D-vítamínríkan mat, voru með meiri mótstöðu gegn krabbameini.

Rannsakað var hvort þessi niðurstaða músarannsóknanna ætti einnig við um fólk og það var niðurstaðan eftir að farið hafði verið yfir sjúkraskrár 1,5 milljóna Dana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár
Pressan
Í gær

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum

Reyna að fæla ferðamenn frá með hörðum aðgerðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvöfalt meiri innkoma vegna tolla

Tvöfalt meiri innkoma vegna tolla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður japönsku keisarafjölskyldunnar rekinn – Stal reiðufé frá fjölskyldunni

Starfsmaður japönsku keisarafjölskyldunnar rekinn – Stal reiðufé frá fjölskyldunni