fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Einlægur Brynjar ræðir tilfinningnaþrungna tíma í Grindavík – „Við hugsum eiginlega bara um daginn í dag“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari karlaliðs Grindavíkur, viðurkennir að veturinn hafi verið erfiður á köflum sökum ástandsins í bænum og óvissan mikil. Hann er þó brattur fyrir komandi leiktíð í Lengjudeildinni.

Brynjar ræddi við 433.is á kynningarfundi Lengjudeildanna í Laugardalnum í dag. Þar var Grindvíkingum spáð fjórða sæti Lengjudeildar karla af fyrirliðum, þjálfurum og formönnum.

„Er það ekki bara ágætis spá, að vera í efri hlutanum? En þessar spár eru bara eins og veðrið, maður veit aldrei hvað gerist síðan,“ sagði Brynjar léttur.

video
play-sharp-fill

Hann tók við liðinu á síðustu leiktíð en í vetur tók við mikil óvissa vegna ástandsins í Grinadvík sem allir þekkja. Liðið getureðlilega ekki spilað heimaleiki sína í bænum og mun spila í Safamýrinni.

„Við hugsum eiginlega bara um daginn í dag í Grindavík. Við erum hægt og rólega að koma okkur fyrir í Safamýrinni og munum að lokum eiga samastað þar. Markmiðið fyrir tímabilið er efri hlutinn, það er stefnt á það en fyrst og fremst er það að vera með samkeppnishæft lið í deildinni og bjóða fólki sem mætir á völlinn að sjá gott lið og Grindavík að berjast fyrir sínu.“

Brynjar viðurkennir að undanfarnir mánuðir hafi verið tilfinningaþrungnir að mörgu leyti.

„Menn kannski ekki átta sig á því en við erum svolítið út úr myndinni. Karfan er í fullum gangi en svo komum við núna inn í þetta. Á tímabili í vetur var mikil óvissa. Við erum með leikmenn úr Grindavík, yngri og eldri, sem bjuggu þar og unnu þar. Það var pínu erfitt að eiga við það.

Æfingalega gekk ágætlega en maður fann alveg að menn voru að hugsa um annað, þurftu að fara til Grindavíkur og ná í dót, koma því fyrir einhvers staðar og allt sem því fylgir. Ég finn fyrir ákveðinni ábyrgð að hugsa vel um liðið og leikmennina, reyna að koma eins vel undirbúnu liði og maður getur út á völlinn,“ sagði Brynjar.

Ítarlegra viðtal við Brynjar er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar

Óli var aldrei á hjóli – Keyrði einn um bæinn í nokkra klukkutíma til að róa taugarnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið

Albert sagður ósáttur og vilja burt – Eitt stórlið sagt skoða málið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann

Fjögur ensk lið til í að semja við reynsluboltann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Góð tíðindi af Orra

Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Mikil ánægja með Hólmbert sem skrifar undir nýjan samning

Mikil ánægja með Hólmbert sem skrifar undir nýjan samning
433Sport
Í gær

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins
Hide picture