fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Hegðun markvarðar KR til umræðu – „Þér líður eins og gangandi kúk þegar þú gerir svona mistök“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football finnur til með Guy Smit að hafa fengið haug af börnum í fangið eftir að hafa gert hræðileg mistök í marki KR gegn Breiðablik á sunnudag.

Nokkra athygli vakti þegar Smit gekk af velli að þá ýtti hann við börnum sem vildu fá fimmu frá markverðinum. „Hann átti skitu þarna á undan sem gaf mark en fyrir mér er þetta meiri skita. Að ýta krökkum frá og gefa ekki af sér til ungra iðkenda er bara lélegt,“ sagði Albert Brynjar Ingaon á STöð2 Sport um málið.

Smit hafði gefið Blikum þriðja markið í 3-2 tapi en sá hollenski ætlaði að sóla Jason Daða Svanþórsson en það misheppnaðist.

„Guy Smit er maðurinn sem er verið að ræða í íslenskum fótbolta, eiga KR-ingar að vera þolinmóðir?,“ sagði Hjörvar í þætti sínum. Dr Football en hollenski markvörðurinn hefur ekki byrjað vel.

@islenskurfotbolti Jason Daði skoraði eftir mistök Smit😅 #islenskurfotbolti ♬ original sound – ÍSLENSKUR FÓTBOLTI

Hjörvar segist hins vegar finna til með Smit að fá umfjöllun um það að hafa ekki gefið fimmu eftir leik.

„Ég finn til með honum, það var verið að taka út þegar hann var ekki gefa litlu krökkunum high-five. Þegar þú ert markvörður í fótbolta og gerir mistök þá líður þér eins og gangandi kúk.“

Hann segir að hegðun Smit hafi ekki verið til fyrirmyndar en ekkert til að missa sig yfir.

„Þegar þú ert ekki alveg á deginum, reyndir að sóla einhvern og hann setti hann í tómt markið. Þú þarft að horfa í augun á öllum, krakkar að biðja um five eftir leik. EF hann hefði hrint barni þá hefði ég tekið þátt í þessu.“

„Þér líður eins og gangandi kúk þegar þú gerir svona mistök. Ég held að það sé stundum þegar eitthvað byrjar illa, þá er ég ekki viss um það,“ sagði Hjörvar sem spyr sig hvort KR eigi að reyna að finna sér nýjan markvörð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“

Lammens gerir lítið úr lagi sem er sungið um hann – „Áður en ég verð nefndur í sömu setningu og hann“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Óskar Smári ráðinn þjálfari Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“

Andri Hrafn fer yfir einkenni sem geta gert vart við sig eftir harmleik eins og átti sér stað í sumar: „En einnig afneitun og breytta sjálfsmynd“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar

Ekki öruggt að Hermann Hreiðarsson taki við Val – Eiður Smári nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool

Upplýsa um atkvæði í samningi Harvey Elliott sem opnar fyrir endurkomu til Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“

Amorim svarar pillu frá Sean Dyche – „Þá er enginn að fara að hlusta á þig“