fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Sancho skráði sig á spjöld sögunnar um helgina – „Súrsætt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. apríl 2024 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho skráði sig á spjöld sögunnar með marki í tapi Dortmund á laugardag.

Dortmund tapaði 4-1 fyrir RB Leipzig en Sancho hafði komið Dortmund yfir í leiknum.

Þetta var þriðja mark Sancho frá því hann kom til Dortmund á láni frá Manchester United í janúar en það fertugasta í efstu deild Þýskalands yfirhöfuð. Englendingurinn var keyptur til United frá Dortmund á sínum tíma.

Sancho er þar með orðinn markahæsti Englendingur í sögu efstu deildar í Þýskalandi. Tók hann fram úr Tony Woodcock, fyrrum leikmanni Arsenal, Nottingham Forest og fleiri liða.

„Súrsætt,“ sagði Sancho um afrekið á laugardag, enda tapaði hans lið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gareth Owen ráðinn tæknilegur ráðgjafi Vals

Gareth Owen ráðinn tæknilegur ráðgjafi Vals
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Horfa til Manchester City þegar Marc Guehi fer næsta sumar

Horfa til Manchester City þegar Marc Guehi fer næsta sumar
433Sport
Í gær

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“