fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. apríl 2024 15:01

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við granna sína í Tottenham.

Tottenham fékk alvöru skell í fyrri hálfleiknum í dag en Arsenal var komið með þriggja marka forystu eftir aðeins 38 mínútur.

Tottenham sá í raun aldrei til sólar í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann og var staðan 3-0 fyrir gestunum eftir fyrstu 45 mínúturnar.

Cristian Romero lagaði stöðuna fyrir Tottenham á 64. mínútu en hann nýtti sér þar mistök markmanns gestanna, David Raya.

Undir lok leiks fékk Tottenham svo vítaspyrnu eftir brot Declan Rice og úr henni skoraði Heung Min Son örugglega.

Á sama tíma áttust við Bournemouth og Brighton þar sem það fyrrnefnda vann 3-0 sigur.

Tottenham 2 – 3 Arsenal
0-1 Pierre Emile Hojbjerg(’15, sjálfsmark)
0-2 Bukayo Saka(’27)
0-3 Kai Havertz(’38)
1-3 Cristian Romero(’64)
2-3 Heung Min Son(’87, víti)

Bournemouth 3 – 0 Brighton
1-0 Marcos Sensei(’13)
2-0 Enes Unal(’52)
3-0 Justin Kluivert(’87)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er sögð vera upphæðin sem Davíð Þór reif fram til að fá Kára úr Laugardalnum

Þetta er sögð vera upphæðin sem Davíð Þór reif fram til að fá Kára úr Laugardalnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að allir leikmenn elski Salah

Segir að allir leikmenn elski Salah