fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 27. apríl 2024 13:13

Sverrir Einar Eiríksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagurinn í gær var viðburðaríkur hjá athafnamanninum Sverri Einari Eiríkssyni. Lögregla, í umboði skattayfirvalda, linnsiglaði þá skemmtistaði Sverris í miðborginni, B5 og Exit. Einnig var rekstur netverslunarinnar Nýju Vínbúðarinnar, sem Sverrir rekur, stöðvaður.

Tjáði Sverrir sig um málið í gær í yfirlýsingu, þar sem sagði meðal annars:

„Rekst­ur B5 í Banka­stræti hef­ur verið þung­ur eft­ir að til lok­un­ar kom í kjöl­far yf­ir­gangs og af­skipta lög­reglu sem kvartað hef­ur verið yfir til lög­reglu. Beiðni skatta­yf­ir­valda um lok­un á staðnum er því lög­mæt og ekki gerður ágrein­ing­ur um hana. Staður­inn hef­ur enda verið lokaður um nokk­urn tíma. Unnið er að því að greiða úr þeim mál­um og stefnt að opn­un aft­ur í maí.“

Myndband sem sýnir nokkuð harkalega handtöku á Sverri í tengslum við málið hefur vakið mikla athygli. Myndbandið má sjá í spilara hér fyrir neðan. Sverrir lýsir handtökunni sem leikriti. Er DV bað um viðbrögð við atvikinu sendi Sverrir eftirfarandi yfirlýsingu:

„Lögreglan kom þar sem ég var að fá mér te á veitingastað við hlið skemmtistaðarins Exit og vildi ræða við á þeim forsendum að grunur léki á um að innsigli hefði verið rofið á Exit. Það var auðsótt og var ég því hissa á þessu leikriti lögreglu að færa mig í járn og tel að það hljóti að vera gert með það fyrir augum að niðurlægja mig eða lækka í mér rostann með einhverjum hætti. Áður hafði ég bent þeim á að ég teldi innsiglunina ólöglega af því rekstur Exit sé ótengdur rekstri B5. Þeim orðaskiptum var lokið og ekki nokkur ástæða til þessa sjónarspils. Ég trúi því að fljótlega verði greitt verði úr þessum málum sem varðar innsiglunina á þessum stöðum og lögregla fái þá vonandi um einhver merkilegri mál að hugsa.“

Myndband af handtökunni má sjá hér að neðan:

Sverrir Einar leiddur út í járnum
play-sharp-fill

Sverrir Einar leiddur út í járnum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Hide picture