fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 20:30

Guðmundur Felix og eiginkona hans, Sylwia. Ljósmynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir Íslendingar ættu að þekkja til Guðmundar Felix Grétarssonar sem vakið hefur heimsathygli eftir að nýir handleggir, í stað þeirra sem hann missti eftir skelfiegt vinnuslys, voru græddir á hann. Guðmundur Felix hefur boðið sig fram til Forseta Íslands og er enn að safna meðmælum en ljóst er að tíminn er orðinn naumur enda rennur framboðsfrestur út á föstudaginn næstkomandi. Til að hvetja kjósendur til að veita sér mæðmæli ætlaði Guðmundur sér að birta auglýsingu á Facebook með vísan til þeirrar þrautagöngu sem hann hefur gengið. Hann segir hins vegar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að auglýsingunni hafi verið hafnað á þeim forsendum að hún beindist gegn kosningunum sjálfum.

Guðmundur Felix birtir auglýsinguna sem Facebook hafnaði í færslunni. Einnig birtir hann þau svör sem hann segist hafa fengið frá Facebook um hvers vegna auglýsingunni sé hafnað. Svörin eru á ensku en í þeim er vísað til reglna um hvers konar auglýsingar sé bannað að birta á miðlinum í ríkjum Evrópusambandsins, sem á væntanlega líka við um EES-ríkið Ísland, Ísrael, Indlandi, Mexíkó, Brasilíu og Bandaríkjunum.

Facebook segir að þetta eigi við um auglýsingar þar sem fólk sé ekki hvatt til að kjósa í tilteknum kosningum. Þar á meðal  auglýsingar þar sem því sé haldið fram að það sé tilgangslaust að kjósa. Þetta gildi líka um auglýsingar þar sem lögmæti yfirstandandi kosninga eða kosninga sem framundan eru sé dregið í efa. Loks eigi bannið við um auglýsingar þar sem fram komi ótímabærar yfirlýsingar um sigur í tilteknum kosningum.

„Lifði af 11.000 volt“

Eins og áður segir birtir Guðmundur Felix auglýsinguna og þar er lítið minnst á kosningarnar sem slíkar heldur fyrst og fremst hann sjálfan og óskað eftir meðmælum. Auk myndar af Guðmundi Felix sjálfum og nafni hans er eftirfarandi texti í auglýsingunni.

„Gefðu þín meðmæli með trú, áræðni og þrautseigju. Smelltu á „sign up“ til að fara inná Island.is. Lifði af 11.000 volt. Hátt í 100 aðgerðir. Þar af tvenn lifrarskipti. Yfirsteig lyfjaánetjun. 23 ár án handleggja. Fékk nýja handleggi fyrstur manna eftir 14 ára baráttu. Þrjú ár í endurhæfingu. Vantar núna þinn stuðning til að komast í baráttuna um Bessastaði.“

Vandséð virðist hvernig þessi texti brýtur í bága við þær reglur sem vísað er til í svari Facebook til Guðmundar en ólíklegt er að manneskja hafi komið að þeirri ákvörðun að hafna auglýsingunni. Gervigreind, algóritmi eða annað tölvukerfi á vegum Facebook hefur líklega alfarið séð um það. Guðmundur Felix gerir sér fulla grein fyrir þessu og skrifar í færslunni:

„Magnað þegar amerískir róbotar eru farnir að hafa áhrif á lýðræðislegar kosningar í öðrum löndum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Í gær

Sérsveitin send inn í ranga íbúð

Sérsveitin send inn í ranga íbúð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós