fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Sjáðu það sem fór framhjá mörgum í gær – Leikmaður United fær hressilega á baukinn fyrir þetta athæfi sitt eftir leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. apríl 2024 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antony, leikmaður Manchester United, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það sem hann gerði eftir sigur liðsins á Coventry í gær.

Liðin mættust í undanúrslitum enska bikarsins og komst United í 3-0. B-deildarliðið jafnaði hins vegar í 3-3 á ótrúlegan hátt og var farið í framlengingu.

Þar var ekkert skorað en Coventry kom þó boltanum í netið í blálokin. Það var hins vegar dæmt af vegna afar tæprar rangstöðu í aðdragandanum.

Því var farið í vítaspyrnukeppni og þar hafði United betur.

Leikmenn United fögnuðu misvel eftir leik. Enginn fagnaði þó meira en Antony sem sneri sér að leikmönnum og stuðningsmönnum Coventry og hélt utan um eyrun.

Antony, sem hefur lítið getað fyrir United frá komu sinni frá Ajax fyrir síðustu leiktíð, fékk á baukinn eftir leik.

„Að hann skuli hafa þetta í sér,“ skrifaði einn netverji.

„Hann kann ekki að skammast sín,“ skrifaði annar og svona mætti áfram telja.

Hér að neðan má sjá atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys
433Sport
Í gær

Varpar fram kenningu um hvers vegna Salah gerði allt vitlaust – „Ég á rosalega bágt með að sjá það“

Varpar fram kenningu um hvers vegna Salah gerði allt vitlaust – „Ég á rosalega bágt með að sjá það“
433Sport
Í gær

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag
433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð