fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Sjáðu það sem fór framhjá mörgum í gær – Leikmaður United fær hressilega á baukinn fyrir þetta athæfi sitt eftir leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. apríl 2024 08:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antony, leikmaður Manchester United, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það sem hann gerði eftir sigur liðsins á Coventry í gær.

Liðin mættust í undanúrslitum enska bikarsins og komst United í 3-0. B-deildarliðið jafnaði hins vegar í 3-3 á ótrúlegan hátt og var farið í framlengingu.

Þar var ekkert skorað en Coventry kom þó boltanum í netið í blálokin. Það var hins vegar dæmt af vegna afar tæprar rangstöðu í aðdragandanum.

Því var farið í vítaspyrnukeppni og þar hafði United betur.

Leikmenn United fögnuðu misvel eftir leik. Enginn fagnaði þó meira en Antony sem sneri sér að leikmönnum og stuðningsmönnum Coventry og hélt utan um eyrun.

Antony, sem hefur lítið getað fyrir United frá komu sinni frá Ajax fyrir síðustu leiktíð, fékk á baukinn eftir leik.

„Að hann skuli hafa þetta í sér,“ skrifaði einn netverji.

„Hann kann ekki að skammast sín,“ skrifaði annar og svona mætti áfram telja.

Hér að neðan má sjá atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Áfall fyrir Arsenal – Tveir lykilmenn meiddir og ekki með í kvöld

Áfall fyrir Arsenal – Tveir lykilmenn meiddir og ekki með í kvöld
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ratcliffe mun ekki leyfa Amorim að sækja stórstjörnuna

Ratcliffe mun ekki leyfa Amorim að sækja stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

McTominay íhugar óvænt endurkomu – Sagður höndla þetta illa á Ítalíu

McTominay íhugar óvænt endurkomu – Sagður höndla þetta illa á Ítalíu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin – Spáir hruni hjá Amorim innan tíðar en Arsenal pakkar deildinni saman

Ofurtölvan stokkar spilin – Spáir hruni hjá Amorim innan tíðar en Arsenal pakkar deildinni saman
433Sport
Í gær

Vilji eiginkonu Harry Kane högg í maga enskra liða

Vilji eiginkonu Harry Kane högg í maga enskra liða