fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. apríl 2024 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alejandro Garnacho hefur beðið Erik ten Hag stjóra Manchester United afsökunar á því að hafa sett læk við færslur á X-inu.

Eftir að hafa verið tekinn af velli í hálfleik gegn Bournemouth um síðustu helgi fór Garnacho á X-ið og líkaði við færslur sem gagnrýndu Erik ten Hag.

Garnacho var fljótur að taka lækin í burtu þegar stuðningsmenn United tóku eftir þessu.

„Alejandro er ungur drengur, hann verður að læra mikið og hratt,“ segir Ten Hag.

„Hann baðst afsökunar og við höldum áfram með lífið.“

Ljóst er að það er óeinning innan raða United og alls óvíst hvort hollenski stjórinn lifi af tímabilið.

United hefur spilað afar illa á þessu tímabili og endalausar sögur um að starf Ten Hag sé í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“