fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Gundogan eiginkona Ilkay Gundogan kemur manni sínum til varnar en hann er nú í sviðsljósinu vegna ummæla sem féllu eftir að Barcelona féll úr leik í Meistaradeild Evrópu.

Ronald Araújo var rekinn af velli í tapi gegn PSG sem reyndist Barcelona dýrkeypt.

Gundogan steig fram í viðtali eftir leik og gagnrýndi samherja sinn og taldi mistök Araújo hafa haft sitt að segja.

Nú teikna spænskir miðlar upp stríð á milli Gundogan og Araújo en varnarmaðurinn vill ekki tjá sig um hvað honum finnst um ummælin.

„Þetta er maður sem leggur hart að sér og hans hugsanir í kringum fótbolta snúst um það að bæta sig,“ segir Sara Gundogan.

„Hann gefur allt sem hann á fyrir liðið. Hugarfar hans er þrennu hugarfarið,“ sagði Sara og vísaði í titlana þrjá sem Gundogan vann með Manchester City á síðustu leiktíð, áður en hann fór til Barcelona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tíu stærstu bitarnir sem geta farið frítt – Margir sem verða mjög eftirsóttir í vetur

Tíu stærstu bitarnir sem geta farið frítt – Margir sem verða mjög eftirsóttir í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn eftir dapurt gengi

Rekinn eftir dapurt gengi