fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Tómas Þór sér um sjónlýsingu að Hlíðarenda í kvöld

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boðið verður upp á sjónlýsingu á leik Vals og Víkings R. í meistarakeppni KSÍ kvenna í kvöld. Tómas Þór Þórðarson mun sjá um lýsinguna á leiknum sem hefst klukkan 19:30.

Af vef KSÍ
KSÍ bauð upp á sjónlýsingu á landsleikjum á síðasta ári sem tókst vel til. Í Meistarakeppni KSÍ karla á dögunum var prufuð ný tækni sem veitti öllum gestum leiksins aðgang að lýsingunni, en ekki aðeins þeim sem eru blindir eða sjónskertir. Sama tækni verður notuð á morgun.

Til að geta notið sjónlýsingarinnar á meðan á leik stendur þurfa gestir leiksins aðeins að mæta með sín eigin heyrnartól og hlaða niður appi eða nálgast lýsinguna á heimasíðu KSÍ.

Við hvetjum þau sem ætla að mæta á N1-völlinn að Hlíðarenda á þriðjudag að taka með sér heyrnartól og prufa þessa nýju tækni sem mun að öllum líkindum bæta upplifun margra, bæði sjónskertra og þeirra sem eru með fulla sjón.

Ekki þarf að mæta á völlinn til að njóta lýsingarinnar því hún er aðgengileg á öllu landinu.

Hér má nálgast appið Raydio – Audio Inklusion:

IOS

Android

Einnig verður hægt að nálgast sjónlýsinguna á heimasíðu KSÍ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tíu stærstu bitarnir sem geta farið frítt – Margir sem verða mjög eftirsóttir í vetur

Tíu stærstu bitarnir sem geta farið frítt – Margir sem verða mjög eftirsóttir í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn eftir dapurt gengi

Rekinn eftir dapurt gengi