fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 09:00

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tekur við lyklum að matvælaráðuneytinu úr hendi Svandísar Svavarsdóttur. Mynd: Sigurjón Ragnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, er undir töluverðum þrýstingi að heimila hvalveiðar þegar í stað. Bjarkey tók við matvælaráðuneytinu á dögunum í kjölfar þeirra hrókeringa sem urðu eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um forsetaframboð sitt.

Morgunblaðið segir frá því í dag að Bjarkey sé undir miklum þrýstingi frá samstarfsflokkum VG í ríkisstjórninni. Er bent á það að umsókn um hvalveiðileyfi frá Hval hf. hafi velkst um í matvælaráðuneytinu í síðan í lok janúar.

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir við Morgunblaðið að hann gangi út frá því að ráðuneytið, eins og önnur stjórnvöld, fari að lögum.

„Það er alveg ljóst að hvalveiðar eru lögum samkvæmt heimilar og ef umsókn berst um leyfi til hvalveiða verður ráðherrann að afgreiða slíkt leyfi lögum samkvæmt,“ segir hann meðal annars og kveðst vona að af hvalveiðum verði í sumar.

„Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum,“ bætir hann við.

Undir þetta tekur Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, en hann segir við Morgunblaðið að afstaða þingsins sé ljós – hvalveiðar séu leyfðar.

„Ég hef væntingar til þess að nýr matvælaráðherra muni höggva á þennan hnút sem allra fyrst. Þetta hvalveiðimál hefur þvælst nógu lengi fyrir og verið erfitt í umræðunni. Ég treysti því að nýr ráðherra leysi þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“

Stunguárásin í Mjódd – „Þetta er eitthvað sem mun marka mig fram að ævilokum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“

Auðmaðurinn Jóhann búinn að fá nóg af skattheimtu ríkisins – „Ég er korter frá því að flytja héðan“
Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð

Fimmtug kona ákærð fyrir ofbeldi í Leifsstöð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“