fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 09:00

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tekur við lyklum að matvælaráðuneytinu úr hendi Svandísar Svavarsdóttur. Mynd: Sigurjón Ragnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, er undir töluverðum þrýstingi að heimila hvalveiðar þegar í stað. Bjarkey tók við matvælaráðuneytinu á dögunum í kjölfar þeirra hrókeringa sem urðu eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um forsetaframboð sitt.

Morgunblaðið segir frá því í dag að Bjarkey sé undir miklum þrýstingi frá samstarfsflokkum VG í ríkisstjórninni. Er bent á það að umsókn um hvalveiðileyfi frá Hval hf. hafi velkst um í matvælaráðuneytinu í síðan í lok janúar.

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir við Morgunblaðið að hann gangi út frá því að ráðuneytið, eins og önnur stjórnvöld, fari að lögum.

„Það er alveg ljóst að hvalveiðar eru lögum samkvæmt heimilar og ef umsókn berst um leyfi til hvalveiða verður ráðherrann að afgreiða slíkt leyfi lögum samkvæmt,“ segir hann meðal annars og kveðst vona að af hvalveiðum verði í sumar.

„Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum,“ bætir hann við.

Undir þetta tekur Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, en hann segir við Morgunblaðið að afstaða þingsins sé ljós – hvalveiðar séu leyfðar.

„Ég hef væntingar til þess að nýr matvælaráðherra muni höggva á þennan hnút sem allra fyrst. Þetta hvalveiðimál hefur þvælst nógu lengi fyrir og verið erfitt í umræðunni. Ég treysti því að nýr ráðherra leysi þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu