fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Forráðamenn Manchester United reiðir og senda ensku úrvalsdeildinni bréf

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Manchester United eru ósáttir við ensku úrvalsdeildina vegna leiktíma leiks liðsins gegn Crystal Palace í næsta mánuði. Félagið hefur skrifað bréf til deildarinnar.

United heimsækir Palace mánudaginn 6. maí klukkan 20 en um er að ræða frídag á Englandi (bank holiday). Þýðir þetta að stuðningsmenn United sem ferðast í leiknn geta ekki tekið lest heim til Manchester eftir hann vegna þess hversu seint hann verður búinn.

United hefur sent úrvalsdeildinni bréf og sakað þá sem þar ráða um að hugsa ekkert um stuðningsmenn.

Þá hefur félagið boðið þeim sem eiga miða á leikinn fría rútuferð heim og munu allir miðahafar eiga möguleika á að vinna áritaða United treyju.

„Við deilum pirringi okkar með ykkur vegna þeirra vandamála sem þessi leiktími hefur í för með sér,“ segir meðal annars í yfirlýsingu United til stuðningsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift