fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Meistaradeildin: Barcelona fer með forystu heim til Katalóníu – Atletico vann Dortmund

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 20:56

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og var mikið stuð.

Í París tóku heimamenn í PSG á móti Barcelona. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og kom Raphinha þeim verðskuldað yfir á 37. mínútu leiksins. Staðan í hálfleik var 0-1.

Lið PSG kom hins vegar öflugra inn í seinni hálfleik og fyrrum leikmaður Barcelona, Ousmane Dembele, jafnaði leikinn á 48. mínútu. Aðeins örfáum mínútum síðar var Vitinha búinn að skora annað mark heimamanna og snúa leiknum við.

Börsungar áttu hins vegar eftir að taka leikinn yfir á ný og Raphinha jafnaði eftir frábæra sendingu Pedri á 62. mínútu. Daninn Andreas Christensen skoraði svo sigurmark leiksins á 77. mínútu.

Barcelona leiðir 3-2 fyrir seinni leikinn í Katalóníu.

Atletico Madrid tók á móti Dortmund í hinum leik kvöldsins. Heimamenn byrjuðu mun betur og kom Rodrigo de Paul þeim yfir á 4. mínútu. Samuel Lino bætti við marki eftir rúman hálftíma og staðan í hálfleik 2-0.

Sebastian Haller náði hins vegar inn mikilvægu marki fyrir Dortmund á 81. mínútu leiksins. Lokatölur 2-1 og allt galopið fyrir seinni leikinn í Þýskalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola segir enska boltann vera að breytast í draumaheim Tony Pulis

Guardiola segir enska boltann vera að breytast í draumaheim Tony Pulis
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“
433Sport
Í gær

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar
433Sport
Í gær

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni