fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Íslendingur hitti stjörnu Liverpool á veitingastað – Þetta fór þeirra á milli

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 19:30

Harvey Elliot fiskaði vítið og Mo Salah skoraði. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason sagði frá ansi skemmtilegu atviki sem átti sér stað í ferð til Mancester um síðustu helgi í nýjasta þætti Dr. Football.

Hjörvar var á veitingastað í Manchester eftir leik Manchester United og Liverpool um síðustu helgi. Með honum í för var hlaðvarpsstjarnan Theodór Ingi Pálmason, Teddi Ponza.

Þeir voru saman á leiknum fyrr um daginn en þar átti sér stað umdeilt atvik þegar þegar Mohamed Salah jafnaði úr vítaspyrnu fyrir Liverpool sem Harvey Elliot hafði krækt í. Leiknum lauk 2-2.

„Teddi Ponza var að segja mér að það væri komið nýtt myndband af Harvey Elliot, það hafi ekki verið komið við hann. Ég pældi ekkert í þessu en við röltum svo niður að móttökunni. Þá labbar upp í hendurnar á 120 kílóa Ponzu Harvey litli Elliot,“ sagði Hjörvar í þættinum.

„Þetta var eins og Danny DeVito að mæta Arnold Schwarzenegger. Ég veit að Teddi Ponza er ljúfa tröllið svo ég hafði engar áhyggjur af þessu. En hann var þarna í Manchester United búningnum sínum með Harvey Elliot beint fyrir framan sig.

Ponzan fer beint í að spyrja hann hvort það hafi verið komið við hann. Hann svaraði bara: „Fyrirgefðu. Ég þarf að gera það sem gera þarf.“ Hann var mjög næs. Ponzan sagði bara: „Ekkert mál, mig langaði bara að spyrja þig.“ Ponzan og hann skildu eins og bestu vinir,“ sagði Hjörvar enn fremur og hló.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift