fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð – Þetta gerðist

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 09:00

Pawel Bartoszek.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík hefur ekki snert áfengi í þrjátíu daga. Hann greindi frá því í færslu á Facebook og fór yfir hvaða ótrúlegu áhrif það hefur haft á líf hans.

„Dagur 30 í áfengispásu. Kominn með tvær aukavinnur, hef mætt í ræktina 5 daga vikunnar, festi upp ljós um alla íbúð, endurraðaði hillum í stofunni, litaflokkaði bækurnar og tók til í geymslunni. Hef stórbætt tímann í að leysa rúbikskubb og er langt kominn með gagnvirkt námskeið í skammtaforritun, sem ég dunda mér í á kvöldin, í öllum lausa tímanum,“ sagði Pawel og bætti við:

„Sólarhringurinn er of langur. Hvað gerir þetta edrú fólk við alla lausa tímann? Treysti því að fá frétt á Mannlíf/Lífið/Eirík/Smartland með fyrirsögninni: „Pawel sleppti því að drekka áfengi í mánuð – þetta gerðist!““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni