fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Allir leikmenn klárir í slaginn – Tölfræðin ekki með Íslandi í liði

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. apríl 2024 16:00

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi á morgun í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2025. Liðið æfði á keppnisvellinum í dag.

Leikurinn fer fram á Tivoli í Aachen og hefst hann kl. 16:10 að íslenskum tíma.  Ísland vann 3-0 sigur gegn Póllandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni á meðan Þýskaland vann 3-2 sigur gegn Austurríki, eftir að hafa lent 0-2 undir.

Allir leikmenn Íslands eru klárir í slaginn fyrir leik morgundagsins.

Það er ekki langt síðan Ísland og Þýskaland mættust síðast, en liðin voru saman í riðli í Þjóðadeild UEFA sem leikin var síðastliðið haust. Þýskaland vann fyrri leikinn ytra 4-0 og þann seinni á Laugardalsvelli 2-0.

Leikurinn á morgun verður sá nítjandi sem þjóðirnar leika. Ísland hefur unnið einn og Þýskaland 17.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lék fyrsta landsleikinn 17 ára gömul – „Þetta var algjör draumur“

Lék fyrsta landsleikinn 17 ára gömul – „Þetta var algjör draumur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur
433Sport
Í gær

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool