fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Leikmaður Liverpool þurfti að loka fyrir athugasemdir á Instagram

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. apríl 2024 11:41

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarell Quansah, leikmaður Liverpool, þurfti að loka á hluta athugasemda á Instagram-síðu sinni vegna áreitis í gær.

Quansah gerði slæm mistök sem leiddu til marks Bruno Fernandes í 2-2 jafntefli gegn Manchester United í gær.

Í kjölfarið var baunað á kappann undir nýjustu færslu hans á Instagram og neyddist hann til að loka á hluta athugasemda undir henni.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, stóð með sínum manni eftir leik.

„Hann er leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og ég er með slæmar fréttir fyrir hann. Þetta eru ekki síðustu mistökin sem hann gerir. Svona er lífið,“ sagði þýski stjórinn.

Klopp vonast til að Quansah slökkvi á samfélagsmiðlum.

„Þegar fyrirmyndirnar okkar voru að spila voru engir samfélagsmiðlar. Vonandi er hann nógu klár til að slökkva á þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lék fyrsta landsleikinn 17 ára gömul – „Þetta var algjör draumur“

Lék fyrsta landsleikinn 17 ára gömul – „Þetta var algjör draumur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur
433Sport
Í gær

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool