fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Toshiki styður Guðrúnu – Kirkjan hafi ekki stigið nógu sterkt fram gegn útlendingahatri og ástandinu á Gasa

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. apríl 2024 14:30

Guðrún fær stuðning Toshiki í kjörinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Toshiki Toma, prestur innflytjenda og flóttafólks, styður Guðrúnu Karls Helgudóttur í kjöri til embættis Biskups Íslands. Hún hafi meðal annars gert mikið fyrir réttindi LBGTQ fólks.

„Ástæða þess að ég styð Guðrúnu er fyrst og fremst sú að framtíðarsýn hennar fyrir þjóðkirkjuna er mjög lík því sem ég hef í huga mínum. Þetta kemur skýrt fram í því kynningarefni sem tengist biskupsframboði Guðrúnar, en um leið hefur það verið augljóst í starfi hennar og málflutningi hennar lengi vel, þetta er ekki eitthvað sem varð skyndilega til nýlega,“ segir Toshiki í aðsendri grein á Vísi í dag.

Guðrún, sem er sóknarprestur í Grafarvogskirkju, er ein af þeim þremur sem hlutu flestar tilnefningar í biskupskjörinu sem lýkur 16. apríl næstkomandi. Hin eru Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju, og Elínborg Sturludóttir, dómkirkjuprestur. 163 prestar og djáknar Þjóðkirkjunnar kjósa á milli þeirra þriggja um hver verður eftirmaður Agnesar Sigurðardóttur.

„Þarna er tvennt sem mér finnst skipta mestu máli. Í fyrsta lagi leggur Guðrún áherslu á að kirkjan þurfi alltaf að vera í samtali við samtímann, og móta hann, um leið og samtíminn mótar kirkjuna. Þetta finnst mér líka mjög mikilvægt, og kirkjan hefur ekki alltaf staðið sig nógu vel í því, t.d. finnst mér kirkjan ekki stíga nógu sterkt fram gegn útlendingahatri og því sem er að gerast á Gaza þessa dagana,“ segir Toshiki, sem er japanskur að uppruna. „Þögn kirkjunnar býr til fjarlægð og það verður að breytast. Guðrún hefur sagt að kirkjan eigi að vera vörður mannréttinda og réttlætis, og það hefur hún lagt áherslu á í störfum sínum sem sóknarprestur og kirkjuþingskona, t.d. varðandi réttindi LBGTQ fólks og ég trúi því að hún muni gera það áfram verði hún biskup.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“