fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Svona komast Rússar hjá banni við innflutningi á lúxusbílum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. apríl 2024 07:00

Lúxusbílar streyma enn til Rússlands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í glæsilegum sýningarsölum í Moskvu og St Pétursborg standa glænýir Rolls-Royce og Bentley bílar. Þeir ættu ekki að vera þar, hvorki hjá bílasölunum né í Rússlandi. Ástæðan er að Vesturlönd hafa gripið til harðra refsiaðgerða gagnvart Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Breska ríkisstjórnin var meðal þeirra ríkisstjórna sem gripu til refsiaðgerða gegn Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Hún bannaði meðal annars sölu á bílum, sem kosta meira en 42.000 pund, til Rússlands.

The Times segir að breskir lúxusbílar, sem kosta meira en þetta, séu enn seldir í Rússlandi og að þar gegni nágrannaríki landsins mikilvægu hlutverki.

Bílarnir eru framleiddir í Bretlandi, því næst eru þeir settir í skip í breskum höfnum og siglt með þá til Aserbajsan, Kasakstan, Armeníu eða Belarús. Þar eru bílarnir skráðir og síðan taka Rússar eða útsendarar þeirra við þeim og flytja þá beint til Moskvu eða St Pétursborgar þar sem þeir eru seldir. Eru þeir seldir á sem nemur allt að 100 milljónum íslenskra króna.

Það er hægt að sjá hversu margir bílar eru fluttir eftir þessari leið til Rússlands með því að skoða tölur frá fyrri árum um sölu á bílum.  Árið 2021 voru 20 Jaguar Land-Rover bílar seldir til Kasakstan. 2022 voru þeir 321 og á síðasta ári voru þeir 1.058.

Svipuð þróun átti sér stað í Aserbajsan. Sky News segir að á síðasta ári hafi breskir bílaframleiðendur selt bíla þangað fyrir 273 milljónir punda en það er 1.860% aukning frá því fimm árum áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Sky News segir að breskir bílaframleiðendur haldi því fram að þessi aukning tengist innrásinni ekki neitt.

The Times hefur eftir sérfræðingum að Vladímír Pútín, forseti, græði líklega háar fjárhæðir á innflutningi bresku bílanna vegna tolla og virðisaukaskatts. Þessir peningar séu síðan notaðir til að fjármagna stríðið í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað