fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Shannen Doherty undirbýr sig fyrir dauðann

Fókus
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 12:57

Skjáskot/Shannen Doherty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Shannen Doherty hefur barist hetjulega við krabbamein í tæplega áratug.

Doherty, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Beverly Hills 90210, greindist með brjóstakrabbamein árið 2015. Árið 2019 greindist hún aftur með krabbamein og ekki löngu síðar hafði meinið dreift sér og var komið í heilann. Í viðtali við People í nóvember í fyrra greindi hún frá því að krabbameinið væri komið í beinin.

Hún stofnaði hlaðvarpið Let‘s Be Clear síðasta haust þar sem hún ræðir um líf sitt, leiklistarferilinn, sambönd og baráttuna við krabbameinið. Þátturinn hefur vakið mikla athygli og hefur margt áhugavert komið fram, eins og í desember í fyrra varpaði hún fram sprengju um umdeilda brottför hennar úr vinsælu þáttunum Charmed á tíunda áratugnum.

Sjá einnig: Segir að það séu margir sem hún vill ekki að mæti í jarðarförina hennar

Krabbameinið er nú komið á fjórða stig. Í nýjasta þætti af Let‘s Be Clear opnar Doherty sig um ferlið að reyna að sætta sig við dauðann og undirbúa sig fyrir hann með því að hreinsa til heima hjá sér og tæma geymslur, svo það verði „auðveldara“ fyrir móður hennar, Rosu, þegar hún deyr.

„Mamma mín er efst á forgangslistanum. Ég veit að það verður erfitt ef ég dey á undan henni,“ sagði Doherty.

„Og af því að það verður svo erfitt, þá vil ég að aðrir hlutir verði auðveldari. Hún á ekki að þurfa að tæma fjórar geymslur stútfullar af húsgögnum.“

Erfitt að kveðja drauminn

Leikkonan var síðast í Tennessee þar sem hún á eign. „Ég var að pakka í húsinu mínu þar og það var mjög erfitt og tilfinningaríkt því mér fannst eins og ég væri að gefa upp drauminn um að byggja hús þarna fyrir mig og svo annað fyrir mömmu, og stækka síðan fjósið,“ sagði hún.

Doherty langaði að stofna hestaathvarf í Tennessee.

„Ég var að pakka og byrjaði að gráta. Mér fannst eins og ég væri að gefa drauminn upp á bátinn og hvaða merkingu hefur það? Þýðir það að ég sé búin að gefast upp á lífinu?“

Eftir smá umhugsun og samtal við móður sína ákvað Doherty að selja eignina.

Leikkonan hefur einnig verið að selja húsgögn og fallega muni. Hún reynir að horfa á jákvæðu hliðarnar og segir að nú geti hún búið til nýjar minningar.

„Ég get farið með mömmu í ferðalag því ég á auka pening, ég þarf ekki að snerta það sem ég á nú þegar, sem verður dánarbúið mitt og er ætlað ástvinum mínum þegar ég dey.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by LetsBeClearPod (@letsbeclearpod)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs