fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Höfnuðu flottu boði en Kristófer situr eftir með sárt ennið – ,,Hefði getað keypt sér skuldlausa íbúð“

433
Fimmtudaginn 28. mars 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik fékk tilboð frá liði FC Tobol frá Kasakstan fyrr á þessu ári en boðið var í sóknarmanninn Kristófer Inga Kristinsson.

Kristófer er 24 ára gamall og hefur spilað með Blikum síðan í fyrra en var fyrir það atvinnumaður.

Framherjinn lék áður með Willem, Grenoble, PSV, Donserjyske og VVV-Venlo í atvinnumennsku.

Ljóst er að laun Kristófers hefðu hækkað verulega ef tilboðið hefði verið samþykkt en rætt var stuttlega um ástæðu höfnunarinnar í sjónvarpsþætti 433, Íþróttavikunni.

Helgi Fannar Sigurðsson, Hrafnkell Freyr Ágústsson og Halldór Garðar Hermannsson ræddu saman að þessu sinni.

Hrafnkell er mikill stuðningsmaður Breiðabliks og hafði þetta að segja um hvað átti sér stað á milli félaganna.

video
play-sharp-fill

,,Ég heyrði að félögin hafi ekki náð saman á endanum, það var eitthvað með uppsettninguna á greiðslum og fleira,“ sagði Hrafnkell.

,,Hann hefði getað keypt sér skuldlausa íbúð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu
Hide picture