fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Albert tjáir sig í fyrsta sinn í langan tíma – „Takk fyrir stuðninginn“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. mars 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins þakkar fyrir stuðninginn í færslu á Instagram. Hann hefur ekki rætt við fjölmiðla um langt skeið og fór ekki í nein viðtöl í verkefni íslenska landsliðsins.

Draumur Íslands um að fara á Evrópumótið varð að engu í gær eftir sárgrætilegt 2-1 tap gegn Úkraínu í Pólland.

Íslenska liðið leiddi 1-0 í hálfleik eftir frábært mark frá Alberti Guðmundssyni, hann lék á varnarmenn Úkraínu og hamraði boltanum í netið.

„Grátlega nálægt þessu, takk fyrir stuðninginn,“ skrifar Albert í færslu á Instagram.

„Þangað til næst,“ segir hann svo einnig en Albert skoraði þrennu geng Ísrael í fyrri leiknum í þessu verkefni en eins og fyrr segir hefur hann ekki fengið að ræða við íslenska fjölmiðla í þessu verkefni.

Viktor Tsygankov jafnaði eftir vandræðagang í vörn Ísland þegar seinni hálfleikur var níu mínútna gamall.

Það var svo Mykhailo Mudryk sem skoraði sigurmark Úkraínu á 84 mínútu en hann fékk boltann fyrir utan teig og skaut að marki, pressa íslenska liðsins var slök og Hákon Rafn Valdimarsson sá boltann seint í markinu.

Íslenska liðið reyndi að jafna leikinn til að koma leiknum í framlengingu en það tókst ekki. Draumurinn um EM sæti varð ekki að veruleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Salah skrifaði sig í sögubækur Liverpool í gær

Salah skrifaði sig í sögubækur Liverpool í gær
433Sport
Í gær

Er allt í klessu hjá Tottenham? – Sjáðu þegar tveir leikmenn liðsins neituðu að taka í hönd Thomas Frank

Er allt í klessu hjá Tottenham? – Sjáðu þegar tveir leikmenn liðsins neituðu að taka í hönd Thomas Frank
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ferilinn gæti verið á enda – Riftir samningi í Mexíkó eftir þrjá mánuði

Ferilinn gæti verið á enda – Riftir samningi í Mexíkó eftir þrjá mánuði
433Sport
Fyrir 2 dögum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum