fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Albert tjáir sig í fyrsta sinn í langan tíma – „Takk fyrir stuðninginn“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. mars 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins þakkar fyrir stuðninginn í færslu á Instagram. Hann hefur ekki rætt við fjölmiðla um langt skeið og fór ekki í nein viðtöl í verkefni íslenska landsliðsins.

Draumur Íslands um að fara á Evrópumótið varð að engu í gær eftir sárgrætilegt 2-1 tap gegn Úkraínu í Pólland.

Íslenska liðið leiddi 1-0 í hálfleik eftir frábært mark frá Alberti Guðmundssyni, hann lék á varnarmenn Úkraínu og hamraði boltanum í netið.

„Grátlega nálægt þessu, takk fyrir stuðninginn,“ skrifar Albert í færslu á Instagram.

„Þangað til næst,“ segir hann svo einnig en Albert skoraði þrennu geng Ísrael í fyrri leiknum í þessu verkefni en eins og fyrr segir hefur hann ekki fengið að ræða við íslenska fjölmiðla í þessu verkefni.

Viktor Tsygankov jafnaði eftir vandræðagang í vörn Ísland þegar seinni hálfleikur var níu mínútna gamall.

Það var svo Mykhailo Mudryk sem skoraði sigurmark Úkraínu á 84 mínútu en hann fékk boltann fyrir utan teig og skaut að marki, pressa íslenska liðsins var slök og Hákon Rafn Valdimarsson sá boltann seint í markinu.

Íslenska liðið reyndi að jafna leikinn til að koma leiknum í framlengingu en það tókst ekki. Draumurinn um EM sæti varð ekki að veruleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést

Óhugnanlegar upplýsingar fundust á tölvu háskólanemans frá því skömmu áður en hún lést
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja

Myndband: Sláandi uppákoma fyrir utan bar – Stjarnan lamdi karl og konu en var buffaður þegar hann reyndi að flýja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn

Messi og Yamal mætast í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar

Íþróttavikan: Peningahlið íþróttanna og fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt
433Sport
Í gær

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði

Chelsea með tvo enska miðjumenn á blaði