fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
433Sport

Ratcliffe hefur hrifist og vill framlengja við mann sem Ten Hag vildi selja

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. mars 2024 14:30

Ratcliffe og Sir Alex Ferguson. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Jim Ratcliffe eigandi Manchester United vill sjá félagið gefa Scott McTominay miðjumanni félagsins nýjan samning.

Erik ten Hag reyndi að selja McTominay síðasta sumar en sá skoski hefur staðið sig vel í vetur.

McTominay hefur hrifið Ratcliffe eftir að hann eignaðist 27,7 prósenta hlut í félaginu.

Nú segja ensk blöð að United vilji gera nýjan samning við McTominay og hann geti fengið allt að 120 þúsund pund á viku.

McTominay er með 60 þúsund pund á viku í dag og því er veruleg launahækkun í boði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Trossard tryggði sigurinn á Old Trafford

England: Trossard tryggði sigurinn á Old Trafford
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot um komuna til Liverpool: ,,Meira en að búa til innkaupalista og fara í næstu verslun“

Slot um komuna til Liverpool: ,,Meira en að búa til innkaupalista og fara í næstu verslun“