fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
433Sport

Æfing Íslands í Búdapest – Jóhann Berg með í upphitun en Guðlaugur Victor ekki

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 23. mars 2024 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

Jóhann Berg Guðmundsson tók þátt í upphitun á æfingu íslenska landsliðsins sem nú stendur yfir hér í Búdapest. Guðlaugur Victor Pálsson tók hins vegar ekki þátt.

Íslenska liðið undirbýr sig fyrir leik gegn Úkraínu á þriðjudag. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti á EM í sumar.

Jóhann Berg var ekki með í undanúrslitaleiknum gegn Ísrael vegna meiðsla og verður að efast um þátttöku hans á þriðjudag. Hann var þó með í upphitun sem fyrr segir.

Guðlaugur Victor var á svæðinu en tók ekki þátt í upphitun.

Þá var Arnór Sigurðsson fjarverandi einnig en ljóst er að hann nær ekki leiknum gegn Úkraínu vegna meiðsla.

Nafni hans, Arnór Ingvi Traustason, tók þátt í upphitun í dag en ekki er vitað með þátttöku hans á þriðjudag eftir að hann fór af velli vegna meiðsla gegn Ísrael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lengjudeildin: Oliver magnaður þegar ÍBV vann Þrótt – Fjölnir lagði Leikni

Lengjudeildin: Oliver magnaður þegar ÍBV vann Þrótt – Fjölnir lagði Leikni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hjörvar talaði við marga norska blaðamenn eftir tíðindin af Óskari – Þetta er ein af ástæðunum

Hjörvar talaði við marga norska blaðamenn eftir tíðindin af Óskari – Þetta er ein af ástæðunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Óvænt tíðindi af Óskari rædd í þaula og margt fleira

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Óvænt tíðindi af Óskari rædd í þaula og margt fleira
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fjögur félög í Bestu deildinni sem gætu reynt að ráða Óskar Hrafn

Fjögur félög í Bestu deildinni sem gætu reynt að ráða Óskar Hrafn
433Sport
Í gær

Eysteinn nýr framkvæmdastjóri KSÍ

Eysteinn nýr framkvæmdastjóri KSÍ
433Sport
Í gær

United vill losa sig við Casemiro og fá þennan í staðinn

United vill losa sig við Casemiro og fá þennan í staðinn