fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Valur Páll telur ágætis líkur á því að KSÍ banni Hareide að velja Albert ef við förum á EM

433
Föstudaginn 22. mars 2024 13:28

Albert Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur Páll Eiríksson, fréttamaður á Vísir.is og Stöð2 Sport telur líkur á því að KSÍ banni Age Hareide að velja Albert Guðmundsson í landsliðshóp sinn, komist íslenska landsliðið á Evrópumótið í sumar.

Ísland er inum leik frá Evrópumótinu eftir magnaða frammistöðu Alberts gegn Ísrael í gær, Albert skoraði þá þrennu í 4-1 sigri á Ísrael.

Liðið mætir Úkraínu í úrslitaleik um laust sæti á EM á þriðjudag. Valur segir að KSÍ hafi breytt eigin reglum svo Albert gæti tekið þátt í þessu verkefni.

Kona sem sakar Albert um að hafa brotið á sér áfrýjaði fyrr í þessari viku niðurfellingu málsins. „KSÍ í rauninni breytir eigin reglum í þessu tilfelli. Þessi stjórnarákvörðun sem er tekin þarna á föstudegi fyrir leik. Hún er í rauninni í andstöðu við regluna eins og hún er skrifuð. Þeir ákveða bara að þessi regla gildi ekki í ákveðnum tilfellum,“ sagði Valur Páll í þætti sem birtist á Vísir.is í dag.

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, hefur sagt að reglurnar um þessi mál verði skoðaðar en að ef máli Alberts hefði verið áfrýjað fyrir verkefnið þá hefði hann ekki verið í hópnum. Út frá því telur Valur að möguleiki sé á því að KSÍ banni Hareide að velja Albert í mögulegan EM hóp.

„Þetta er svona B-liður í reglunni. Svo er spurningin, vegna þess að þessi mál taka yfirleitt einhverjar vikur og mánuði, að ef þetta áfrýjunarferli endist fram í júlí, til að mynda, þá má ekki velja Albert ef við skildum fara á EM,“

„Þá er valinn hópur í lok maí og mótið byrjar um miðjan júní, ef það er ekki búið að klára þetta mál þá, þá gildir fyrri reglan. Þá fær hann ekki að fara með,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn

Útskýrir af hverju hann situr á gólfinu allan daginn
433Sport
Í gær

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur