fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Furðar sig á að landsliðsþjálfarinn hafi ekki gert þetta áður en hann tók ákvörðun varðandi Gylfa

433
Fimmtudaginn 21. mars 2024 08:30

Gylfi Þór Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan, sem kemur að venju út alla föstudaga, var með breyttu sniði þessa vikuna sökum landsleiks Íslands gegn Ísrael. Þáttastjórnandinn Helgi Fannar Sigurðsson er staddur í Búdapest, þar sem leikurinn fer fram og því var þátturinn tekinn upp með fjarfundarbúnaði þetta skiptið. Hrafnkell Freyr Ágústsson var á sínum stað í settinu og með þeim félögum var Hörður Snævar Jónsson.

Í kvöld er komið að leiknum gegn Ísrael en um er að ræða undaúrslitaleik í umspili um sæti á EM. Sigurvegarinn mætir svo Úkraínu eða Bosníu í hreinum úrslitaleik um sæti á mótinu.

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki valinn í hópinn fyrir leikinn í kvöld og var hann alls ekki sáttur.

„Enginn af leikmönnum 18-24 í hópnum er líklegur til að tryggja okkur sigur á morgun. Ég hefði haft hann þarna,“ sagði Hörður í þættinum.

„Mér fannst líka hugmynd Tómas Þórs Þórðarsonar ansi góð. Hann hefði bara getað tekið 25 leikmenn og notað þessa daga til að sjá Gylfa. Við hefðum átt að hafa þann glugga opinn.“

Hrafnkell var sammála þessu.

„Var ekki hægt að taka einhvers konar test? Þau eru svo góð í dag. Hefði ekki verið hægt að gera það og taka stöðuna?“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina