fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Hákon talar vel um liðsfélaga sinn Ivan Toney – Segir að hann fari líklega í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. mars 2024 16:13

Ivan Toney / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

Hákon Rafn Valdimarsson, landsliðsmarkvörður, gekk í raðir Brentford í janúar eftir stórgott tímabil með Elfsborg. Hann er ansi sáttur hjá Lundúnaliðinu og segir að félagsskapurinn sé góður.

„Það eru Danir þarna sem eru mjög fínir. Svo eru jafnaldrar mínir, Bretarnir. Það eru eiginlega bara allir þarna toppmenn,“ sagði Hákon við 433.is á hóteli íslenska landsliðsins í Búdapest í dag.

Ivan Toney er stærsta stjarna Brentford og Hákon kann vel við hann.

„Hann er mjög fínn gæi. Skemmtilegur og grínast mikið. Svo er hann auðvitað mjög góður í fótbolta.“

Toney hefur verið orðaður við stærri lið og telur Hákon að hann sé senn á förum.

„Ég tel ólíklegt að hann verði áfram á næsta tímabili. Það kemur í ljós hvaða lið kaupir hann.“

Ítarlegra er rætt við Hákon um Brentford og komandi landsleik gegn Ísrael í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi
Hide picture