fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

Ákærður fyrir að myrða unglingsdreng með 140 hnífsstungum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 18. mars 2024 16:30

Säveån í Svíþjóð. Henrik Myllykoski fannst látinn í nágrenni hennar, með 140 stungusár. Mynd: Wikimedia Commons-Björn Reilund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Svíþjóð hefur 16 ára piltur verið ákærður fyrir morð á hinum 15 ára Henrik Myllykoski sem var myrtur í október 2023. Er hann sagður hafa verið stunginn 140 sinnum en hinn ákærði ber við sjálfsvörn. Átti morðið sér stað í bænum Alingsås í suðurhluta landsins.

Aftonbladet fjallar um málið og þar kemur fram að morðið hafi fengið mjög á íbúa bæjarins.

Hinn ákærði játar að hafa beitt ofbeldi en segist ekki hafa myrt Henrik að yfilögðu ráði heldur beitt neyðarvörn þar sem hann hafi óttast að Henrik væri vopnaður hnífi.

Hinn ákærði hefur verið skoðaður af geðlækni og samkvæmt niðurstöðum hans er talið að pilturinn hafi verið haldinn alvarlegum andlegum veikindum bæði þegar morðið var framið og á meðan rannsókn þess stóð yfir.

Lýst var eftir Henrik í byrjun október á síðasta ári en hann fannst 6 dögum síðar við ánna Säveån. Talið er að hann hafi verið myrtur að kvöldi dagsins sem lýst var eftir honum.

Rannsóknin hefur leitt í ljós að Henrik og hinn ákærði þekktust og að þeir hittust á staðnum þar sem Henrik fannst látinn. Talið er þó að morðið hafi átt sér stað annars staðar og hinn ákærði  hafi flutt lík hans á umræddan stað. Brenndir hlutar af jakka sem hinn ákærði átti fundust nærri staðnum.

Í ákærunni kemur einnig fram að DNA úr Henrik og blóð úr honum hafi fundist á fötum og skóm í eigu hins ákærða. Ákæran er einnig sögð byggja á ítarlegri greiningu á farsímagögnum.

Þrír hnífar fundust í ánni.

Að sögn yfirmanns í lögreglunni á svæðinu var morðið íbúum bæjarins mikið áfall en ánægju veki að nú liggi ákæra fyrir í málinu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir