fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Hareide útskýrir ákvörðun sína um að velja Gylfa ekki – „Ég held að Gylfi viti það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 15. mars 2024 16:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide landsliðsþjálfari segir að það hefði ekki verið sanngjarnt gagnvart öðrum leikmönnum landsliðsins ef hann hefði valið Gylfa Þór Sigurðsson í hópinn fyrir komandi umspilsleik gegn Ísrael.

Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum um sæti á EM á fimmtudag. Gylfi var í gær kynntur sem nýr leikmaður Vals en hann rifti samningi sínum við Lyngby í janúar vegna meiðsla og hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í haust.

Gylfi sagðist hins vegar í viðtali við 433.is vera í frábæru formi og mjög svekktur með að vera ekki valinn í landsliðshópinn.

„Ég er mjög ánægður með að hann sé óánægður. Það þýðir að þetta sé honum mjög mikilvægt. Hann hefur verið lengi frá vegna meiðsla og hefur ekki spilað neitt 2024. Hann var að snúa aftur og var að byrja aftur. Það væri ekki sanngjarnt gagnvart öðrum leikmönnum að velja hann. Hann er mjög góður leikmaður,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag.

„Ef hann byrjar að spila aftur og sýnir hvað hann getur standa dyrnar honum opnar. Vonandi getum við valið hann aftur sem fyrst.

Maður þarf að spila leiki til að vera valinn og ég held að Gylfi viti það,“ sagði norski þjálfarinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans
433Sport
Í gær

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Í gær

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni