fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Hetjur Reykjaness klæðast ekki skikkjum – „Algjörar hetjur og bara einstakur hópur“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar eldsumbrotin í byrjun febrúar rufu lagnir og gerðu Reykjanesbæ heitavatnslausan fór af stað ótrúleg atburðarás þar sem hópur iðnaðarmanna vann hetjuleg afrek. Hér er sagan sögð,“

segir um myndband sem Samtök Iðnaðarins birtu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag.

Þann 8. febrúar opnaðist 3 km löng gossprunga á milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells, hraun rann yfir Bláalónsveg, hitaveitulagnir fóru undir hraun, bæði eldri lögn og nýrri. Tugþúsundir íbúa urðu heitavatnslausir og innviðir lágu undir skemmdum. 100 iðnaðarmenn og sérfræðingar unnu allan sólarhringinn við að leggja nýja leiðslu yfir hraunið.

„Sjá síðan þegar menn eru að hlaupa þarna yfir hraunið, til að leggja nýja lögn yfir nýtt hraun,“ segir Þorfinnur Gunnlaugsson verkefnastjóri hjá Lagnaþjónustu Suðurnesja og Grindvíkingur. „Til að koma vatni á íbúa, það er þessi hugsun sem maður er búinn að já sterkt í gegnum þetta allt. Hvað allir eru tilbúnir bara, bara þessi náungakærleikur.“

Þorfinnur Gunnlaugsson

Heitt vatn var komið aftur á 12. febrúar.

Hjálmur Sigurðsson framkvæmdastjóri hjá Ístak segir verkið hafa gjörbreyst og Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu segir menn ekkert endilega hafa viljað leggja veg yfir nýtt hraun.

„Það er enginn manúal sem útskýrir það fyrir mönnum fyrirfram hvað þú getur mögulega gert, en ef hraunið er með okkur í liði og aðstæður réttar, þá höfum við sýnt að þetta er alveg hægt. Og þessi reynsla sem kemur úr þessu brölti þarna árið 2021, ef við hefðum ekki haft þá reynslu í þessum viðbrögðum núna, þá værum við á allt öðrum stað.“

Fleiri hetjur sem koma að verkefninu segja frá sinni vinnu við verkefnið.

„Þetta eru algjörir naglar þessir karlar. Alveg ótrúlegir, bara tilbúnir í allt,“ segir Þorfinnur og rifjar upp þegar gaus 14. janúar. „Menn hlaupa til og ná í tæki til að loka garðinum yfir Grindavíkurveginn. Ef þeir hefðu ekki gert það þá er húsið mitt í beinni línu. Þannig að hraunið hefði tekið það þá bara, beint stefnuna heim, ef þeir hefðu ekki reddað þessu. Þannig, það er magnað að fylgjast með öllum á þessu svæði, það er ekki sjálfgefið að vera hérna.“

„Í svona stórum atburðum eins og við erum með hérna, þá er verktakaflotinn orðinn viðbragðsaðili. Við erum að sinna bráða björgun á margan hátt, bjarga innviðum,“ segir Haukur.

„Þetta er bara ómetanlegt. Að sjá bara hvað heildin var tilbúin að berjast og hjálpa þegar á reyndi, þetta var bara ómetanlegt,“ segir Tómas Guðmundsson eigandi TG-Raf og Grindvíkingur.

„Þetta eru algjörar hetjur og bara einstakur hópur,“ segir Ármann Garðarsson verkstjóri hjá Ístak.

Ármann Garðarsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Páfi blessaði listaverk Ólafs Elíassonar í viðurvist Arnold Schwarzenegger – „Við erum ein fjölskylda“

Páfi blessaði listaverk Ólafs Elíassonar í viðurvist Arnold Schwarzenegger – „Við erum ein fjölskylda“
Fréttir
Í gær

Er virkilega hægt að kaupa sófa frá Play á krónu?

Er virkilega hægt að kaupa sófa frá Play á krónu?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níðingurinn á Múlaborg grunaður um að hafa brotið á tíu börnum

Níðingurinn á Múlaborg grunaður um að hafa brotið á tíu börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg segir Ásdísi bæjarstjóra ekki hlusta á foreldra – „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“

Sigurbjörg segir Ásdísi bæjarstjóra ekki hlusta á foreldra – „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan um síðasta geirfuglsparið loksins leyst – DNA rannsókn svaraði 180 ára spurningu

Ráðgátan um síðasta geirfuglsparið loksins leyst – DNA rannsókn svaraði 180 ára spurningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir miklum áhyggjum af styttingu tímabils atvinnuleysisbóta – Muni bitna harkalega á sveitarfélögunum

Lýsa yfir miklum áhyggjum af styttingu tímabils atvinnuleysisbóta – Muni bitna harkalega á sveitarfélögunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gera alvarlegar athugasemdir vegna vinnubragða við lagningu göngustígs á Glerárdal

Gera alvarlegar athugasemdir vegna vinnubragða við lagningu göngustígs á Glerárdal
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigþór svartsýnn og ómyrkur í máli: „Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram“

Sigþór svartsýnn og ómyrkur í máli: „Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram“