fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Evrópudeildin: Ansi þægilegt hjá Liverpool – Ótrúleg endurkoma Bayer Leverkusen

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. mars 2024 21:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu fjórum leikjum 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar var að ljúka.

Liverpool var svo gott sem komið áfram gegn Sparta Prag eftir 1-5 sigur í fyrri leiknum og var svipað uppi á teningnum í kvöld. Liverpool komst í 4-0 í fyrri hálfleik með mörkum Darwin Nunez, Bobby Clark, Mo Salah og Cody Gakpo. Tékkarnir minnkuðu muninn skömmu fyrir leikhlé.

Snemma í seinni hálfleik skoruðu heimamenn tvö mörk til viðbótar. Þar voru að verki Dominik Szoboszlai og Gakpo með sitt annað mark. Lokatölur 6-1, 11-2 samanlagt og Liverpool komið í 8-liða úrslit.

Atalanta er einnig komið áfram eftir 2-1 sigur á Sporting, en fyrri leik liðanna lauk 1-1. Þá dugði 1-0 sigur Brighton ekki gegn Roma, en ítalska liðið vann fyrri leikinn 4-0.

Loks vann Bayer Leverkusen ótrúlegan sigur á Qarabag. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og heimamenn í Leverkusen lentu aftur í brasi í kvöld. Qarabag komst í 0-2 en Jeremie Frimpong minnkaði muninn á 72. mínútu. Það stefndi í að gestirnir væru á leið áfram en þá tók Patrik Schick sig til og skoraði tvö mörk í uppbótartíma. Lokatölur 3-2 og samanlagt 5-4 fyrir Leverkusen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans