fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Handtekin með mikið magn marijúana á leið til Íslands – Hærra verð í Evrópu

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 14. mars 2024 16:30

Konan var handtekin í Baltimore.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona var handtekin í síðasta mánuði á flugvellinum í Baltimore með ferðatösku fulla af kannabis á leið til Íslands. Er mun arðbærara að selja kannabis í Evrópu en í Bandaríkjunum.

Fréttastofan CBS greinir frá þessu.

Konan er 22 ára gömul og er frá Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Hún var handtekin á BWI Thurgood Marshall flugvellinum í Baltimore þann 25. febrúar eftir að fíkniefnin fundust í fórum hennar.

Um var að ræða um fimmtán kílógrömm af marijúana sem fundust í tösku sem verið var að ferja í vél til Keflavíkur. Talið er hins vegar að endastöð efnanna hafi ekki verið Ísland heldur átti konan flug héðan til Lundúna í Bretlandi.

Tvöfalt eða þrefalt hærra verð

Fíkniefnin voru geymd í 30 loftinnsigluðum plastpokum. Talið er að götuvirði þeirra í Bandaríkjunum geti verið allt að150 þúsund dollarar, eða rúmlega 20 milljónir króna. Það fer þó eftir styrk efnanna og gæða. Hins vegar er hægt að fá tvöfalt eða þrefalt hærra verð í Evrópulöndum en í Bandaríkjunum fyrir efnin.

Forsvarsmenn bandarískra tollgæsluyfirvalda segjast hafa tekið eftir aukningu í útflutningi marijúana til bæði Evrópu og Afríku. Yfirleitt er um mun minna magn en þetta samt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann

Leigja íbúðarhús í staðinn fyrir myglaða skólann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Trump og Pútíns

Rússneskir herbloggarar eru áhyggjufullir vegna fundar Trump og Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vara við flóðahættu nærri fyrirhuguðu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ

Vara við flóðahættu nærri fyrirhuguðu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ