fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Sancho gæti hafa gert Manchester United óleik í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. mars 2024 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho skoraði í 2-0 sigri Dortmund á PSV í gær, sem vann þar af leiðandi 3-1 samanlagt í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum.

Sancho er á láni hjá Dortmund frá United, sem keypti hann einmitt frá þýska liðunu 2021. Sigur Dortmund í gær gæti haft slæm áhrif á United þegar allt kemur til alls. Það er þar sem United vonast til að fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar dugi til að fara í Meistaradeildina á næstu leiktíð, fremur en bara efstu fjögur eins og venjulega.

Meistaradeildinni verður breytt á næsta ári og taka 36 lið þátt en ekki 32. Þau tvö lönd með flest stig, sem miðast út frá gengi félagsliða landanna í Evrópukeppnum á þessari leiktíð, fá auka sæti í Meistaradeildinni á þeirri næstu.

United er sem stendur í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en lætur sig enn dreyma um það fimmta.

Sem stendur eru Ítalía og Þýskaland þó í þessum efstu tveimur sætum. Það var reiðarslag fyrir England að United og Newcastle hafi dottið út í riðlakeppni Meistaradeildarinnar til að mynda.

Sigur Dortmund í gær styrkti stöð Þýskalands í öðru sæti, en landið er 0,625 stigum á undan Englandi.

United þarf að treysta á að lið eins og Arsenal, Manchester City og Liverpool geri vel í Evrópu það sem eftir lifir leiktíðar og vonast til að það dugi til að tryggja Englandi fimmta Meistaradeildarsætið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans