fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

KR og Víkingur höfðu áhuga á Gylfa áður en hann skrifaði undir hjá Val – Ekkert tilboð kom frá hans gömlu félögum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. mars 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum 433.is höfðu bæði KR og Víkingur áhuga á að fá Gylfa Þór Sigurðsson í sínar ráðir áður en hann skrifaði undir hjá Val.

Samkvæmt mjög öruggum heimildum 433.is skrifaði Gylfi undir við Val í gær eins og við sögðum frá þá. Gríðarleg ánægja er í leikmannahópi Vals með komu hans samkvæmt sömu heimildum.

KR og Víkingur höfðu bæði áhuga á að fá Gylfa í sínar raðir en hann ákvað að semja við Val, hefur hann æft með liðinu undanfarið á Spáni.

Gylfi Þór fékk hins vegar ekki tilboð frá sínum gömlu félögum á Íslandi, Gylfi lék með FH og Breiðablik áður en hann hélt í atvinnumennsku árið 2005.

Samkvæmt heimildum 433.is reyndu þessi félög ekki að klófesta þennan magnaða knattspyrnumann.

Gylfi samdi við Val í gær en þar með er 19 ára atvinnumannaferli hans lokið. Gylfi lék með Lyngby fyrir áramót en rifti samningi sínum þar í upphafi árs.

Hann var samningsbundinn liðum í ensku úrvalsdeildinni í tíu ár en þar lék hann með Swansea, Tottenham og Everton og var iðulega á meðal bestu miðjumanna deildarinnar.

Ljóst er að heimkoma Gylfa er hvalreki fyrir Val og Bestu deildina en búast má við auknum áhuga á deildinni með komu Gylfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott
433Sport
Í gær

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta
433Sport
Í gær

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum